EINUNGIS NETBÚÐ - HEIMSENDING ÁN ENDURGJALDS EF PANTAÐ ER FYRIR 10.000 KR. EÐA MEIRA
0 Cart
Bætt við körfu
  You have items in your cart
  You have 1 item in your cart
   Total

   Reykjavík Letterpress er hönnunarstofa stofnuð haustið 2010 af grafísku hönnuðunum Hildi Sigurðardóttur og Ólöfu Birnu Garðarsdóttur. Í dag er stofan rekin af Ólöfu og Birnu Einarsdóttur sem einnig er eigandi.

   Auk þess að bjóða upp á alhliða grafíska hönnun hefur stofan sérhæft sig í Letterpress prentun, aldargamalli prentaðferð með nútíma tvisti.

   Ástríða fyrir grafískri áferð og þeirri dýpt sem prentaðferðin gefur skilar sér í margskonar fallegum prentgripum svo sem nafnspjöldum, merkimiðum, boðskortum, glasamottum og svo lengi mætti telja. Einnig hanna þær og framleiða eigin vörulínu þar sem áhersla er lögð á gleði og leik í texta og grafík.

   Verðlaun og viðurkenningar

   2016

   Hið virta fagtímarit Print Magazine setur RL #2 á topp 10 lista yfir „World’s Finest Letterpress Studios“

   2016

   Lúðurinn AAÁ fyrir markaðsefni

   2016

   FÍT verðlaun fyrir markaðsefni

   2013

   Tilnefning til Menningarverðlauna DV fyrir grafíska hönnun

   2012

   Silfurverðlaun ADC*E (Art directors club of Europe) fyrir kynningarefnið „Bland í búnti“

   2012

   FÍT viðurkenning fyrir kynningarefni RL, „Bland í búnti“