Brúðkaup

Boðskortið fyrir stóra daginn er lykilatriði í undirbúningnum

Þegar útlitsleiðin er valin eru teknar svo margar ákvarðanir; á að vera stanslaust stuð, hátíðlegt, sveitapartý eða rómantíkin ein?  Allt eru þetta þættir sem við útfærum í samvinnu við brúðhjónin til að boðskortið verði í þeirra anda.

Við bjóðum upp á fjölbreytt viðbótar prentefni eins og servíettur, gestabók, sætaskipulag, sætamerkingar, matseðlar, söngskrá, merkingar á matvælum og allskonar annað skemmtilegt.

Það er ótal margt sem getur haft áhrif á verðið og svo margt skemmtilegt hægt að gera. Hvert verk er sérútbúið og því er ekki um eiginlegt stykkjaverð að ræða, alltaf ákveðinn grunnkostnaður og síðan fer verðið eftir magni og fjölda lita.

Hafðu samband á reykjavik@letterpress.is til að fá tilboð eða frekari upplýsingar.

.